Fáir treysta fjármálakerfinu

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Eyþór

Ein­ung­is 6% bera traust til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og banka­kerf­is­ins sam­kvæmt nýrri könn­un MMR. Hins veg­ar nýt­ur Há­skóli Íslands og lög­regl­an trausts um 77% aðspurðra. 70,1% bera lítið traust til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og 71,6% bera lítið traust til banka­kerf­is­ins.

Sjö af hverj­um tíu segj­ast bera mikið traust til Frétta­stofu RÚV og Há­skól­inn í Reykja­vík nýt­ur trausts 65% svar­enda. 30,9% bera mikið traust til stétt­ar­fé­lag­anna í land­inu.

Að sögn MMR fækk­ar nokkuð í hópi þeirra sem sögðust bera lítið traust til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og banka­kerf­is­ins frá könn­un fyr­ir­tæk­is­ins í des­em­ber. Þá sögðust 80,2% bera lítið traust til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins sam­an­borið við 70,1% nú og 80,1% sögðust bera lítið traust til banka­kerf­is­ins sam­an­borið við 71,6% nú.

Rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn njóta meira trausts nú

Það fækk­ar sömu­leiðis í hópi þeirra sem bera lítið traust til rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Seðlabank­ans. Þannig sögðust 61,4% bera lítið traust til rík­is­stjórn­ar­inn­ar í des­em­ber sam­an­borið við 49,7% nú og 74,1% sögðust bera lítið traust til Seðlabank­ans í des­em­ber sam­an­borið við 49,4% nú, sem er fækk­un um 25 pró­sentu­stig. Að sama skapi fjölg­ar þeim um rúm­an helm­ing sem segj­ast bera mikið traust til Seðlabank­ans (fer úr 9,8% í des­em­ber í 15,5% nú).

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir rún­ir trausti

Sam­kvæmt könn­un­inni hef­ur traust til líf­eyr­is­sjóðanna dalað mikið. Þannig helm­ingaðist fjöldi þeirra sem sögðust bera mikið traust til líf­eyri­sjóðanna milli kann­ana (fór úr 30,5% í des­em­ber í 14,9% nú) á sama tíma og fjöldi þeirra sem sögðust bera lítið traust til líf­eyri­sjóðanna jókst úr 32,7% í 51,4%.

Um síma- og net­könn­un var að ræða og tóku 845 ein­stak­ling­ar þátt í henni 7.-14. maí 2009.

Sjá nán­ar um könn­un­ina

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert