Þingflokkar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafa verið boðaðir til sameiginlegs fundar klukkan 18:00 í sal Þjóðminjasafnsins til að ræða tillögur um niðurskurð í ríkisfjármálum, samkvæmt heimildum mbl.is.
Á fundinum munu Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, fara yfir stöðu ríkisfjármála með þingflokkunum.
Samkvæmt heimildum mbl.is er þess nú freistað að flýta vinnu við útfærslu á niðurskurði í ríkisfjármálum.