Gjald fyrir viðbótarþjónustu á leikskólum hækkar

Samþykkt var á fundi leikskólaráðs Reykjavíkur í dag, að hækka gjald fyrir viðbótarþjónustu á leikskólum eftir að 8 klukkustunda vistun barna lýkur. Hækkunin tekur gildi 1. ágúst og er allt að 53%.  Gjaldskrá fyrir  grunnþjónustu, 8 stunda vistun, mun haldast óbreytt og afslættir halda sér.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg greiða foreldrar eftir breytinguna sem fyrr 5-13% af raunkostaði fyrir barn sem dvelur í leikskóla 8 stundir eða skemur á dag en 21-100% af raunkostnaði fyrir stundir umfram átta tíma.

Viðbótarstundin er verðlögð þannig að gjald fyrir fyrsta hálftímann eftir 8 stundir (8,5 stundir) verður 21-50% af raunkostnaði við dvöl barns. Gjald fyrir vistun umfram 8,5 stundir verður 41-100% af raunkostnaði við dvöl barns.

Alls eru 7400 börn í leikskólum borgarinnar og þar af eru aðeins tæplega 200 börn, eða innan við 3% í 9,5 stunda vistun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert