Mótmælir fyrirhugaðri hækkun leiksskólagjalda

mbl.is/Ómar

Sigrún Erla Sig­urðardótt­ir, tveggja barna móðir í Reykja­vík, hef­ur boðað til mót­mæla­stöðu fyr­ir utan Miðbæj­ar­skól­ann klukk­an 13:30 í dag en fund­ur leik­skólaráðs hefst þar klukk­an 14. Þar verður tek­in fyr­ir til­laga meiri­hlut­ans í leik­skólaráði að hækka gjöld barna sem dvelja leng­ur en átta tíma á dag í leik­skóla.

Sigrún Erla lýs­ir furðu sinni á því að niður­skurðaraðgerðir Reykja­vík­ur­borg­ar bein­ist að þeim hópi fólks sem er með ung börn og vitað er að er hvað mest skuld­sett.


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert