Sigrún Erla Sigurðardóttir, tveggja barna móðir í Reykjavík, hefur boðað til mótmælastöðu fyrir utan Miðbæjarskólann klukkan 13:30 í dag en fundur leikskólaráðs hefst þar klukkan 14. Þar verður tekin fyrir tillaga meirihlutans í leikskólaráði að hækka gjöld barna sem dvelja lengur en átta tíma á dag í leikskóla.
Sigrún Erla lýsir furðu sinni á því að niðurskurðaraðgerðir Reykjavíkurborgar beinist að þeim hópi fólks sem er með ung börn og vitað er að er hvað mest skuldsett.