Óvænt kveðja úr fortíðinni

Fjóla Símonardóttir með póstkortið. TIl vinstri er Dagný Skúladóttir.
Fjóla Símonardóttir með póstkortið. TIl vinstri er Dagný Skúladóttir. mbl.is/Golli

Jólin 1935 póstlagði Símon Guðmundsson, skipstjóri frá Vestmannaeyjum, póstkort í Amsterdam til dóttur sinnar á Íslandi sem þá var nýfarin að heiman til Reykjavíkur.

Kortið komst ekki til skila á meðan hann lifði en nú, 74 árum síðar, er það loksins komið í hendurnar á réttum viðtakanda.

„Það er merkilegt í ellinni að fá þetta, alveg sérstakt, hugsaðu þér bara, ég var 18 ára þá en að verða 91 árs núna!“ segir Fjóla Símonardóttir sem nú býr á Hrafnistu.

Þegar faðir hennar skrifaði jólakveðjuna til hennar í desember 1935 bjó hún hinsvegar á Ásvallagötu 9 í Reykjavík og þangað skilaði kortið sér um síðir nú í maí 2009.

„Það kom bara inn um lúguna hjá mér í fyrradag, ég fann það á stigaganginum svo það er eins og pósturinn hafi komið með það,“ segir Dagný Skúladóttir sem hafði uppi á Fjólu með leit í Þjóðskrá.

„Ég hélt fyrst, þegar ég sá ártalið 1935, að þetta væri auglýsing eða eitthvert grín en svo hugsaði ég með mér að ég yrði að koma þessu áfram.“ Dagný er ekki ein um að hafa tekið kortinu með fyrirvara því Fjóla tók fyrst sjálf mátulega mikið mark á þessum merkilega fundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert