Ræningjar í gæsluvarðhald

Ræningjarnir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Ræningjarnir voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag ræningjana tvo, sem brutust inn í einbýlishús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi á mánudagskvöldið var, í gæsluvarðhald til 3. júní. Þriðja mannsins, sem talinn er hafa verið í vitorði með þeim, er enn leitað.

Lögreglan handtók ræningjana tvo síðdegis í gær. Þeir eru báðir fæddir 1989 og hafa áður komist í kast við lögin. Ekki hefur enn hafst uppi á þýfinu, að sögn lögreglunnar. 

Ræningnarnir á Barðaströnd sitja í gæsluvarðhaldi til 3. júní.
Ræningnarnir á Barðaströnd sitja í gæsluvarðhaldi til 3. júní. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka