Sameiginleg ESB tillaga í bígerð

FRANCOIS LENOIR

Þing­flokk­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks vinna nú að gerð sam­eig­in­legr­ar til­lögu í mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB), sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Þing­flokk­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins er nú á fundi þar sem málið er til umræðu.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, ætla flokk­arn­ir að freista þess að fá þing­menn Vinstri grænna, að minnsta kosti hluta þeirra, til þess að styðja til­lög­una.

Þings­álykt­un­ar­til­laga rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar um aðild­ar­um­sókn að ESB, sem Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra mæl­ir fyr­ir, er eina málið á dag­skrá þings­ins í fyrra­málið sam­kvæmt dag­skrá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert