Kirkjuráð hefur boðið Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, einni þeirra kvenna sem sökuðu Ólaf Skúlason biskup um kynferðislega áreitni árið 1996, til fundar 19. júní nk. Þetta staðfestir Biskupsstofa.
„Henni hefur verið boðið á fundinn 19. júní,“ segir Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála á Biskupsstofu.
Spurður hvort einnig verði fundað með hinum konunum þremur sem áttu þátt í kærunni, segir hann ekki vitað hvort svo verði. „Þessi fundur er að hennar frumkvæði [Sigrúnar Pálínu] og það er verið að bregðast við þeirri beiðni hennar að hitta Kirkjuráð,“ segir Árni Svanur. En
Sigrún Pálína hefur farið fram á afsökunarbeiðni frá kirkjunni.
Ekki sé hægt að segja til um hvort einhverrar niðurstöðu sé að vænta af fundinum.
„Við þekkjum tilefnið,“ segir hann, en engin frekari orð sé hægt að hafa um framvindu mála.