Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, gat ekki verið viðstödd upphaf þingfundar á Alþingi í dag vegna anna. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði að Jóhanna væri upptekin á fundum með aðilum vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmála en þeim viðræðum væri að ljúka.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði að viðræður stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar hefðu staðið langt fram eftir kvöldi í gær og þær héldu áfram í dag.