Tillaga um niðurfellingu lögð fram

Þingflokkur Framsóknar lagði í dag fram á Alþingi þingsályktunartillögu um 20% leiðréttingu á höfuðstól lána íslenskra heimila og rekstrarfyrirtækja.

Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að  nánast öll lán íslenskra heimila og fyrirtækja séu annaðhvort tengd verðlagsvísitölu eða gengi erlendra gjaldmiðla. Með hruni íslenska bankakerfisins, og í aðdraganda þess, hafi orðið forsendubrestur á lánamarkaði.

„Fall á gengi íslensku krónunnar og mikil verðbólga í kjölfarið varð til þess að höfuðstóll umræddra lána hækkaði úr takti við allt sem áður hefur þekkst. Atburðirnir voru ófyrirsjáanlegir og færa má fyrir því rök að þeir hafi leitt til forsendubrests.

Á það skal og bent að lánastofnanirnar voru í aðstöðu til að hafa áhrif á verðlagsþróun í landinu með útlánastarfsemi sinni og aðgerðum sem höfðu áhrif á gengi krónunnar. Þessar athafnir fjármálastofnana höfðu áhrif á höfuðstól lána til hækkunar og sköpuðu ójafnvægi í getu lánveitenda og lántaka til að verja hagsmuni sína. Hinir ófyrirséðu atburðir, sem og aðgerðir lánveitenda, urðu þannig til þess að hækka höfuðstól lána óeðlilega mikið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka