Ljúki verkinu fyrir 1. september

Alþingishúsið
Alþingishúsið mbl.is/Golli

Þingsályktunartillaga sú sem framsóknarmenn og sjálfstæðismenn munu leggja fram á Alþingi á morgun mun fela utanríkismálanefnd þingsins lykilhlutverk, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Það er því mikill munur á hinni væntanlegu tillögu og þeirri sem utanríkisráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Í henni er lagt til að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild að ESB. Að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamnings.

Samkvæmt tillögu framsóknarmanna og sjálfstæðismanna mun meðal annars  eiga að fela utanríkismálanefndi að skilgreina helstu hagsmuni og álitamál varðandi mögulega umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Utanríkismálanefnd mun eiga að ljúka þessum störfum í síðasta lagi fyrir 1. september næstkomandi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert