Vanskil hafa sextánfaldast

„Staðan er þannig núna meðal fyr­ir­tækj­anna að van­skil hafa sex­tán­fald­ast frá því fyr­ir rúmu ári síðan. Van­skil sem eru lengri en þriggja mánaða eru 160 millj­arðar. Það fara tæp­lega 100 fyr­ir­tæki á haus­inn í hverri viku,“sagði Tryggvi Þór Her­berts­son, Sjálf­stæðis­flokki, við umræður um stöðu At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs á Alþingi í dag.

Umræðurn­ar fóru fram í kjöl­far fyr­ir­spurn­ar Birk­is Jóns Jóns­son­ar Fram­sókn­ar­flokki til fé­lags- og trygg­inga­mála­málaráðherra um hvað áætlað væri að þeir fjár­mun­ir sem nú eru í At­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði dugi lengi til út­greiðslu.

Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra sagði að unnið væri með aðilum vinnu­markaðar­ins að því að leggja grunn að stöðug­leika­sátt­mála. Ljóst væri að ríkið þyrfti að taka lán til að standa skil á þeim skuld­bind­ing­um sem á rík­inu hvíldu gagn­vart at­vinnu­laus­um, eft­ir að sjóður­inn tæm­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka