Vill lána Skagafirði 600 milljónir

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. www.mats.is

Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga hef­ur boðist til þess að lána sveit­ar­fé­lag­inu Skagaf­irði allt að 600 millj­ón­um króna vaxta­laust til tveggja ára eða þar til ástand skán­ar á fjár­mála­mörkuðum. Fénu skal varið til bygg­ing­ar
viðbygg­ing­ar við Árskóla.

Fram kem­ur á frétta­vefn­um Feyki.is í kvöld, að til sé hönn­un að viðbygg­ingu Árskóla upp á um 1300 fm en með bygg­ing­unni sé gert ráð fyr­ir að færa alla kennslu grunn­skóla­barna á Sauðár­króki und­ir eitt þak en nú er kennt á tveim­ur stöðum auk þess sem kennslu­stof­ur eru í tveim­ur sum­ar­hús­um við skól­ann í Freyju­götu.

Feyk­ir seg­ir, að málið hafi veirð kynnt af full­trú­um KS á fundi í Árskóla í gær auk þess sem full­trú­um meiri­hluta sveit­ar­stjórn­ar hef­ur verði óform­lega til­kynnt um boðið. Ekk­ert form­legt er­indi eða boð hef­ur borist til sveit­ar­fé­lags­ins vegna máls­ins.

„Við erum að sjálf­sögðu afar þakk­lát fyr­ir gott boð og það er mik­il­vægt að eiga fyr­ir­tæki í héraði sem er sam­fé­lags­lega sinnað og vill taka þátt í upp­bygg­ingu sveit­ar­fé­lags­ins með okk­ur með bein­um hætti. Það er ómet­an­legt og eitt­hvað sem marg­ir öf­unda okk­ur af. Við þurf­um hins veg­ar varðandi all­ar fram­kvæmd­ir að fara vel yfir hvert bol­magn sveit­ar­fé­lags­ins er á hverj­um tíma til stórra fjár­fest­inga. Við eig­um al­veg eft­ir að fara yfir málið á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar og fram­haldi af því með Kaup­fé­lags­mönn­um, seg­ir Guðmund­ur Guðlaugs­son, sveit­ar­stjóri, við Feyki.

Feyk­ir.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert