Aðgerð Ragnarök endurvakin

Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, fyrir utan strendur Kanada.
Skip Sea Shepherd samtakanna, Farley Mowat, fyrir utan strendur Kanada. Reuters

Sea Shepherd sam­tök­in segja á heimasíðu sinni, að svo virðist sem end­ur­vekja þurfi aðgerð Ragnarök þar sem Íslend­ing­ar séu nú farn­ir að ráðast á hvali að nýju þvert á hval­veiðibann og samþykkt­ir Alþjóðahval­veiðiráðsins.

Sam­tök­in birta á síðunni bréf frá ónafn­greind­um Íslend­ingi, sem biður Sea Shepherd um hjálp við að stöðva hvala­dráp­in við Ísland. Síðan seg­ir:

„Árið 1986 stöðvaði Sea Shepherd Conservati­on Society ólög­lega hval­veiðistarf­semi á Íslandi með því að sökkva helm­ingi ís­lenska hval­veiðiflot­ans.

Árið 2007 var skip Sea Shepherd, Farley Mowat, á leið til Íslands til að mót­mæla ólög­leg­um hval­veiðum þegar Ísland til­kynnti að það myndi hætta út­gáfu hval­veiðikvóta.

Hvala­varn­araðgerð Sea Shepherd, Ragnarök, virðist því vera haf­in á ný.

Ísland er ein þriggja glæpa­hval­veiðiþjóða heims­ins. Ísland, Jap­an og Nor­eg­ur mynda öxul grimmd­ar­verka og um­hverf­is­glæpa," seg­ir á heimasíðunni. 

Heimasíða Sea Shepherd

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert