Forseti þingsins upplýsti nú laust fyrir hádegið, að æði margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar væru í Alþingishúsinu þótt þeir sætu ekki í þingsalnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, hefur ítrekað spurt eftir ráðherrum VG.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, einn af varaforsetum, sagðist geta upplýst, að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og landbúnaðarráðherra væru í þinghúsinu. Dómsmálaráðherra og viðskiptaráðherra sömuleiðis. Umhverfisráðherra hefði þurft að fara á fund í umhverfisráðuneytinu en væri væntanlegur aftur.
Verið er að ræða stjórnartillögu um að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu.