Álögur á eldsneyti og áfengi hækka

Áfengisgjald hækkar í kvöld.
Áfengisgjald hækkar í kvöld. mbl.is/Golli

Op­in­ber gjöld á bens­ín, olíu, áfengi og tób­ak verða hækkuð með lög­um frá Alþingi í kvöld. Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að frum­varp­inu verði dreift á Alþingi klukk­an hálf sjö í kvöld og til standi að það  verði samþykkt fyr­ir klukk­an níu.

Álagn­ing hins op­in­bera á hvern bens­ín­lítra hækk­ar um tíu krón­ur með lög­un­um og um fimm krón­ur á hvern olíu­lítra. Það skil­ar rík­is­sjóði sam­tals tveim­ur og hálf­um millj­arði á árs­grund­velli. Álög­ur á áfengi og tób­ak hækka um 15%, sem skil­ar rík­is­sjóði sam­tals um 1700 millj­ón­um á ári.

Þessi gjöld hækku síðast um miðjan des­em­ber. Talið er að vegna þessa hækki vísi­tala neyslu­verðs um 0,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert