Álögur á eldsneyti og áfengi hækka

Áfengisgjald hækkar í kvöld.
Áfengisgjald hækkar í kvöld. mbl.is/Golli

Opinber gjöld á bensín, olíu, áfengi og tóbak verða hækkuð með lögum frá Alþingi í kvöld. Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að frumvarpinu verði dreift á Alþingi klukkan hálf sjö í kvöld og til standi að það  verði samþykkt fyrir klukkan níu.

Álagning hins opinbera á hvern bensínlítra hækkar um tíu krónur með lögunum og um fimm krónur á hvern olíulítra. Það skilar ríkissjóði samtals tveimur og hálfum milljarði á ársgrundvelli. Álögur á áfengi og tóbak hækka um 15%, sem skilar ríkissjóði samtals um 1700 milljónum á ári.

Þessi gjöld hækku síðast um miðjan desember. Talið er að vegna þessa hækki vísitala neysluverðs um 0,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert