Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að með núverandi gjaldeyrisforða Seðlabankans og lítið innstreymi gjaldeyris sé engin von til að halda genginu föstu. Það myndi enda með ósköpum, eins og í síðustu tilraun sem entist ekki daginn. Hins vegar finnst honum koma til greina að skoða þetta sem framtíðarlausn.
Meðal þeirra hugmynda sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa rætt í viðræðum um nýja þjóðarsátt, eða stöðugleikasáttamála, er að festa gengi krónunnar. Hefur verið miðað við að gengisvísitalan, sem nú er í um 227 stigum, fari niður í 160 til 170 stig, og evran gæti farið úr 177 krónum í um 125 krónur.