Hægt að ná samstöðu

Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi.
Ráðherrar í sætum sínum á Alþingi. mbl.is/Össur

Umræða um þings­álykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að Ísland gangi til viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið um aðild hófst á Alþingi klukk­an 10. Gert er ráð fyr­ir að umræðan standi fram á kvöld.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, mælti fyr­ir til­lögu stjórn­ar­inn­ar og sagði að með henni væri þingið að búa málið í hend­ur þjóðar­inn­ar. 

Þá sagðist hann fagna því, að kom­in væri fram  önn­ur til­laga um málið frá Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki. Þetta væri sögu­leg til­laga þar sem í reynd væri verið að leggja til að sama leið sé far­in og rík­is­stjórn­in legg­ur til þótt mála­til­búnaður sé öðru­vísi og miðað sé við að um­sókn liggi fyr­ir síðar á ár­inu.

Þetta sýn­ir, sagði Össur, að það er hægt á þessu þingi að ná sam­stöðu um mik­il­væg mál. Bætti hann við, að al­ger samstaða allra flokka væri, að standa varðstöðu um auðlind­ir Íslands, fari svo að sótt verði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert