Heimtuðu svör frá Steingrími

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar sóttu fast en árangurslaust að Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, á Alþingi í dag um að hann upplýst hvernig hann ætlaði að greiða atkvæði um stjórnartillögu um umsókn að Evrópusambandinu.

Steingrímur sagði, að þingmenn yrðu að bíða þess að greidd yrðu atkvæði um þingsályktunartillöguna eftir að hún hefði verið afgreidd úr utanríkismálanefnda. Þá myndi afstaða hans koma í ljós.  Þá sagði hann að stefna VG gagnvart Evrópusambandinu væri óbreytt.

Hann sagði að það væri ekki fráhvarf frá stefnu flokksins, að gert hefði verið samkomulag við Samfylkinguna um að umrædd stjórnartillaga væri lögð fram á Alþingi sem geti síðan tekið afstöðu til málsins.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gerði harða hríð að Steingrími og spurði hvort hann væri ekki að svíkja kjósendur VG í ljósi yfirlýsinga, sem gefnar hefðu verið fyrir kosningar.

Steingrímur sagði á móti, að þingmenn Framsóknarflokksins gætu vel rætt um afstöðu VG til þessa máls. „En því get ég lofað, að ég mun ekki reyna að ræða um vegferð Framsóknarflokksins í þessum efnum og hvernig hann hefur farið frá því að hér stóð maður með sama nafni og ég í ræðustóli og gerði að sérstöku kosningamáli, að það mætti aldrei verða að Íslendingar gengju í Evrópusambandið. Hvernig var kosningaslagorðið aftur? XB, aldrei ESB," sagði Steingrímur.

Rifjað var upp að þetta hefði verið árið 1991. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert