Leitað vegna nauðgunar

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu leitaði í gær tveggja leigu­bíl­stjóra sem að morgni upp­stign­ing­ar­dags eru tald­ir hafa ekið manni sem nú sit­ur í gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um nauðgun.

Maður­inn tók leigu­bíl ásamt konu frá miðborg Reykja­vík­ur til Hafn­ar­fjarðar en þau höfðu hist á skemmti­stað. Kon­an til­kynnti lög­regl­unni um nauðgun um leið og maður­inn hvarf á braut en hann er þá tal­inn hafa tekið ann­an leigu­bíl.

Tölu­verðir áverk­ar voru á kon­unni, að sögn Björg­vins Björg­vins­son­ar, yf­ir­manns kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Nokkr­ir bíl­stjór­ar höfðu gefið sig fram í gær­kvöld.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert