Nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi

Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík.
Sendiráð Bandaríkjanna í Reykjavík.

Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, hef­ur út­nefnt Robert S. Conn­an í embætti sendi­herra Banda­ríkj­anna á Íslandi. Obama birti í gær­kvöldi lista yfir til­nefn­ing­ar í sendi­herra­embætti hjá 12 ríkj­um, þar á meðal Bretlandi og Frakklandi.  

Conn­an hef­ur frá ár­inu 2004 starfað í sendi­nefnd Banda­ríkj­anna hjá Evr­ópu­sam­band­inu. Hann tek­ur við af Carol von Voorst, sem var sendi­herra frá janú­ar 2001. 

Meðal annarra nýrra sendi­herra eru Laurie S. Fult­on, lögmaður í Washingt­on, sem verður sendi­herra í Kaup­manna­höfn, Char­les H. Ri­vk­in, fyrr­um for­stjóri Jim Hen­son Co., verður sendi­herra í Frakklandi og Lou­is B. Susm­an, fyrr­um aðstoðarfor­stjóri Citigroup, verður sendi­herra í Lund­ún­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert