Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur útnefnt Robert S. Connan í embætti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Obama birti í gærkvöldi lista yfir tilnefningar í sendiherraembætti hjá 12 ríkjum, þar á meðal Bretlandi og Frakklandi.
Connan hefur frá árinu 2004 starfað í sendinefnd Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu. Hann tekur við af Carol von Voorst, sem var sendiherra frá janúar 2001.
Meðal annarra nýrra sendiherra eru Laurie S. Fulton, lögmaður í Washington, sem verður sendiherra í Kaupmannahöfn, Charles H. Rivkin, fyrrum forstjóri Jim Henson Co., verður sendiherra í Frakklandi og Louis B. Susman, fyrrum aðstoðarforstjóri Citigroup, verður sendiherra í Lundúnum.