Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vildi vita, eftir að umræða um Evrópusambandið hófst á Alþingi í dag, hvar ráðherrar Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs væru. „Er þetta ekki stjórnartillaga?" spurði Sigmundur Davíð.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagðist myndu kanna hvað valdi fjarveru ráðherranna.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, mælti fyrir tillögunni, sem er stjórnartillaga. Fram hefur hins vegar komið, að VG styður ekki tillöguna.