Sérsveitin tók á móti skötuselsveiðimönnum

Áhafn­ir tveggja Suður­nesja­smá­báta vissu ekki hvað var að ger­ast þegar þær komu í land á dög­un­um eft­ir að hafa verið á skötu­selsveiðum. Sam­kvæmt heim­ild­um Vík­ur­frétta tóku á móti þeim sér­sveit­ar­menn lög­reglu í full­um skrúða, fíkni­efna­hund­ar og tveggja tíma um­fangs­mik­il leit var gerð í bát­un­um.

Á vef Vík­ur­frétta seg­ir: „Áhafn­irn­ar höfðu reynd­ar veitt því at­hygli þegar þær voru að veiðum á feng­sælli skötu­sels­slóð úti fyr­ir Garðskaga að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar mætti skyndi­lega á svæðið og hafði mikl­ar gæt­ur á bát­un­um. Allt þetta gerðist í kjöl­far þess að bát­arn­ir tveir höfðu verið „grun­sam­lega“ ná­lægt frakt­skipi sem var að koma til lands­ins, en öll fara þau fyr­ir Garðskaga.

Rat­sjár í landi og sjálf­virk­ur til­kynn­inga­búnaður gáfu til kynna að leiðir Suður­nesja­smá­bát­anna og frakt­skips­ins hefðu legið sam­an úti fyr­ir Garðskaga. Í ljósi þess að ný­verið var komið með á annað hundrað kíló af fíkni­efn­um með skútu upp að aust­ur­strönd­inni, vildu yf­ir­völd hafa vaðið fyr­ir neðan sig og grandskoðuðu smá­bát­ana þegar þeir komu í land. Um borð var hins veg­ar ekk­ert að finna nema fersk­an skötu­sel og þreytta sjó­menn sem voru eitt spurn­inga­merki yfir til­stand­inu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert