Fréttaskýring: Síðasta gengisfrystingartilraun gekk ekki

Meðal þeirra hugmynda sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa rætt í viðræðum um nýja þjóðarsátt, eða svonefndan stöðugleikasáttmála, er að festa gengi krónunnar. Hefur verið miðað við að gengisvísitalan, sem nú er í um 227 stigum, fari niður í 160-170 stig, og evran gæti farið úr 177 krónum í um 125. Yrði það á svipuðu róli og gengisvísitalan var mánuðina fyrir bankahrunið í haust.

Hugmyndinni um fast gengi er ætlað að koma til móts við fyrirtæki og heimili sem skulda stórar fjárhæðir í erlendri mynt. Sömuleiðis að auðvelda bönkunum að bregðast við gengisáhættu sem er á milli eigna þeirra og skulda, líkt og fram kom í fréttaskýringu á fréttavef Morgunblaðsins í fyrradag.

Kostir og gallar

Gerð var tilraun til að festa gengið eftir bankahrunið. Gengi krónunnar hafði þá verið fljótandi frá árinu 2001, þegar ný lög voru sett um Seðlabankann. Í kjölfar neyðarlaganna tilkynnti bankinn þann 7. október sl. að bankinn myndi hefja viðskipti með krónur á millibankamarkaði á gengi sem miðaði við vísitölu upp á 175 stig. Fljótlega kom í ljós að þetta hélt ekki, tvöfalt gengi myndaðist þar sem mikill munur var á gengi krónunnar í viðskiptum á heimamarkaði og erlendis. Sama dag hætti bankinn við þessa tilraun.

Fastgengi með fellingum

Ómögulegt að verja gengið

Tryggvi Þór segir fastgengisstefnuna margsinnis hafa verið prófaða í hagsögunni, bæði hér á landi og annars staðar, og aldrei tekist sem skyldi, sérstaklega við þær aðstæður sem Íslendingar búa við í dag. Eina lausnin sé að koma með áætlanir í ríkisfjármálum til næstu þriggja ára og ljúka endurreisn bankanna. Að því loknu sé hægt að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúverðugleika á íslensku efnahagslífi fyrir fjárfesta.

Ekki lausn til skamms tíma

„Ef við förum í aðildarviðræður við ESB, og stefnum að því að ganga inn og taka upp evru, þá förum við í fastgengi gagnvart evru. Mér finnst fyllilega koma til greina, ef við værum byrjuð í þessu ferli, að fá ESB og Seðlabanka Evrópu til að styðja okkur við að ná tökum á gjaldeyrismálum og aflétta gjaldeyrishöftum. Það er eitt af því sem þarf til að geta uppfyllt skuldbindingar EES,“ segir Gylfi en gjaldeyrishöftin byggjast á undanþágu frá reglum EES um frjálst flæði fjármagns. „En það er vonlaust að taka núna upp fastgengisstefnu, sérstaklega ef það á að vera á hærra gengi en verið hefur á markaði. Enginn gjaldeyrisforði er til þess. Það myndi enda með ósköpum, eins og í síðustu tilraun sem entist ekki daginn,“ segir Gylfi.

Í hnotskurn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert