„Sögulegur dagur“

00:00
00:00

Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra sagði að dag­ur­inn í dag væri sögu­leg­ur er hann mælti fyr­ir þings­álykt­un­ar­til­lögu um að Ísland gangi  til viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið.

„Þetta er sögu­leg­ur dag­ur að ýmsu leyti. Hann er sögu­leg­ur vegna þess að hér er verið að mæla fyr­ir til­lögu til þings­álykt­un­ar þar sem að þess er farið á leit að Alþingi samþykki að rík­is­stjórn­in gangi til samn­inga um  aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu og leggi síðan niður­stöðuna í formi aðild­ar­samn­ings í dóm þjóðar­inn­ar,“ sagði Össur.

„Þessi dag­ur er líka sögu­leg­ur að öðru leyti. Hér hef­ur, í upp­hafi þessa þing­fund­ar, verið lögð fram til­laga, und­ir for­ystu hátt­virts þing­manns Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar. Til­laga sem lögð er fram af Fram­sókn­ar­flokki og Sjálf­stæðis­flokki þar sem í reynd er verið að leggja til að sama leið sé far­in. Þar er ein­ung­is verið að leggja til að má­laum­búnaður­inn verði svo­lítið öðru­vísi, og það verði gert síðar á þessu sumri.Ég fagna þessu vegna þess að  þetta sýn­ir mér að það er hægt, hér á þessu þingi, að ná sam­stöðu um sam­ráð um mjög mik­il­væg mál. Þetta skipt­ir máli,“ sagði Össur jafn­framt.

Til­lag­an illa und­ir­bú­in

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði hins veg­ar að þings­álykt­un­ar­til­laga rík­is­stjórn­ar­flokk­anna væri illa und­ir­bú­in.

Málið „sem auðvitað ber þess öll merki að það var sviðið út úr Vinstri græn­um með heit­um töng­um og lagt hér fram í mikl­um ágrein­ingi í rík­is­stjórn milli rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Það sér maður m.a. af greina­gerðinni þar sem eru sett­ir slík­ir fyr­ir­var­ar að aug­ljóst er að ut­an­rík­is­ráðherra sjálf­ur hef­ur eng­ar áhyggj­ur af þeim mál­um. Hann kem­ur hingað upp t.a.m. og seg­ist telja að aðild feli ekki í sér nokk­urt af­sal eða framsal á mál­um sem  snerta fisk­veiðiauðlind­ina,“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka