„Sögulegur dagur“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði að dagurinn í dag væri sögulegur er hann mælti fyrir þingsályktunartillögu um að Ísland gangi  til viðræðna við Evrópusambandið.

„Þetta er sögulegur dagur að ýmsu leyti. Hann er sögulegur vegna þess að hér er verið að mæla fyrir tillögu til þingsályktunar þar sem að þess er farið á leit að Alþingi samþykki að ríkisstjórnin gangi til samninga um  aðild Íslands að Evrópusambandinu og leggi síðan niðurstöðuna í formi aðildarsamnings í dóm þjóðarinnar,“ sagði Össur.

„Þessi dagur er líka sögulegur að öðru leyti. Hér hefur, í upphafi þessa þingfundar, verið lögð fram tillaga, undir forystu háttvirts þingmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Tillaga sem lögð er fram af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki þar sem í reynd er verið að leggja til að sama leið sé farin. Þar er einungis verið að leggja til að málaumbúnaðurinn verði svolítið öðruvísi, og það verði gert síðar á þessu sumri.Ég fagna þessu vegna þess að  þetta sýnir mér að það er hægt, hér á þessu þingi, að ná samstöðu um samráð um mjög mikilvæg mál. Þetta skiptir máli,“ sagði Össur jafnframt.

Tillagan illa undirbúin

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði hins vegar að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarflokkanna væri illa undirbúin.

Málið „sem auðvitað ber þess öll merki að það var sviðið út úr Vinstri grænum með heitum töngum og lagt hér fram í miklum ágreiningi í ríkisstjórn milli ríkisstjórnarflokkanna. Það sér maður m.a. af greinagerðinni þar sem eru settir slíkir fyrirvarar að augljóst er að utanríkisráðherra sjálfur hefur engar áhyggjur af þeim málum. Hann kemur hingað upp t.a.m. og segist telja að aðild feli ekki í sér nokkurt afsal eða framsal á málum sem  snerta fiskveiðiauðlindina,“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka