Forseti Íslands afhenti nú í kvöld Íslensku menntaverðlaunin 2009 í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og voru verðlaunahafar sem hér segir:
2. Í flokknum Kennari sem hefur skilað merku ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr: Þorvaldur Jónasson myndamennta- og skriftarkennari við Réttarholtsskóla í Reykjavík.
3. Í flokknum Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt: Sylvía Pétursdóttir, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði.
4. Í flokknum Höfundur námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi: Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla.
Rökstuðning dómnefnda og upplýsingar um verðlaunin má finna hér.