Þriðji maðurinn handtekinn

Rannsóknarlögreglumenn með úrin og keðjurnar, sem stolið var á mánudagskvöld …
Rannsóknarlögreglumenn með úrin og keðjurnar, sem stolið var á mánudagskvöld en eru nú komin í leitirnar. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók nú síðdegis karlmann, sem grunaður er um að hafa verið í vitorði með tveimur mönnum, sem brutust inn hjá úrsmið á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld, börðu hann og bundu. Úr, keðjur og skargripir, sem mennirnir stálu, eru komin í leitirnar.

Lögreglan handtók ræningjana tvo á þriðjudag og þeir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 3. júní. Þriðja mannsins hefur verið leitað síðan á þriðjudag en hann var handtekinn í dag. Hann er fæddur árið 1987 en hinir mennirnir tveir eru fæddir 1989.

Mennirnir stálu 60 armbandsúrum, þar af tveimur nýjum úrum, u.þ.b. 70- 90 armbandskeðjum og 4  karlmanns gullhringjum. Þegar mennirnir voru handteknir höfðu þeir komið ránsfengnum undan og sögðust hafa sett hann upp í fíkniefnaskuld.  Lögreglan fann þýfið hins vegar í dag. Grunur leikur á, að senda hafi átt munina úr landi og koma þeim þar í verð.

Að sögn lögreglu er rannsókn málsins haldið áfram og gengur hún vel.

Hluti munanna, sem stolið var í húsi á Seltjarnarnesi á …
Hluti munanna, sem stolið var í húsi á Seltjarnarnesi á mánudagskvöld. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert