Úr umsókn í mögulega umsókn

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Ómar Óskarsson

Þegar þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Evrópumálum var dreift á Alþingi í morgun var hún undir fyrirsögninni „Tillaga til þingsályktunar um undirbúning umsóknar að Evrópusambandinu“ og þótti sumum sem töluverð tíðindi mætti lesa út úr henni. Fyrirsögninni  var síðan breytt og orðinu mögulega skotið inn í.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar, sagði á Alþingi í morgun að lesa mætti út úr tillögu flokkanna að báðir væru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu.

Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, gekk þá upp að ræðupúltinu og benti Árna Þór á að fyrirsögninni hefði verið breytt og tillagan prentuð upp. Fyrirsögn þingsályktunartillögunnar er því:  „Tillaga til þingsályktunar um undirbúning mögulegrar umsóknar að Evrópusambandinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert