Utanríkismálanefnd útbúi vegvísi

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Allir þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að utanríkismálanefnd Alþingis verði falið að  undirbúa mögulega umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

Samkvæmt tillögunni verður nefndinni falið að setja saman greinargerð um mikilvægustu hagsmuni Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.  Þá á utanríkismálanefnd að vinna vegvísi að mögulegri aðildarumsókn sem taki til umfjöllunar öll álitamál varðandi upphaf aðildarviðræðna og hvernig að þeim skuli staðið, auk þess að fjalla um nauðsynlegar ráðstafanir í tengslum við staðfestingu mögulegs aðildarsamnings.

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki þessum verkefnum fyrir 31. ágúst.  Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Alþingi ákveði næstu skref, þegar niðurstaða utanríkismálanefndar liggur fyrir, þ.e. hvort gengið skuli til aðildarviðræðna við Evrópusambandið eða eftir atvikum hvort ákvörðun þar um skuli borin undir þjóðina í atkvæðagreiðslu.

Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert