Verða að sýna lipurleika

Þingmenn ræða nú hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.
Þingmenn ræða nú hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu. mbl.is/Golli

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði á Alþingi í dag, að það væri sterk­ara fyr­ir samn­ings­stöðu Íslend­inga gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu, að það ná­ist grund­vall­ar­samstaða á Alþingi um aðild­ar­um­sókn.  Það þýðir, sagði þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, að stjórn­ar­flokk­arn­ir verða að sýna geysi­leg­an lip­ur­leika.

„Það þýðir," sagði Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, „að Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn­ir verða að sýna geysi­leg­an lip­ur­leika í þing­inu og koma til móts við hina flokk­ana til að skapa sterkt samn­ings­um­boð. Þessi staða krefst þess að rík­is­stjórn­in geri allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að skapa sátt inn  í þing­inu þannig að við get­um sem flest greitt at­kvæði með aðild­ar­um­sókn og fylgt henni svo hart fram í viðræðum.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að væri það skoðun Öss­ur­ar að þings­álykt­un­ar­til­laga Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæðis­flokks sýni að hægt verði að ná sam­stöðu um málið á þingi, þá ætti að hætta að ræða til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ræða frek­ar um til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar.  

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, sagði að í til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri haldið til haga þeim sjón­ar­miðum, sem flokk­ur­inn hefði lýst í mál­inu.  Hann sagðist myndu, sem formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, reyna að ná sem breiðastri sam­stöðu í nefnd­inni um verklag og vinnu við til­lög­una og ekki myndi standa á hon­um, að sem flest­ir geti orðið sam­ferða um málið.

Þetta snýst um það, sagði Árni, hvort við höf­um lyðræðis­leg­an þroska til að tak­ast á við þetta viðfangs­efni og sætta okk­ur við þá niður­stöðu sem lýðræðið og þing­ræðið leiðir til. 

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, og fleiri túlkuðu ræðu Árna Þórs þannig, að í raun væri hann að lýsa yfir stuðningi við þings­álykt­un­ar­til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert