Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði lögðu til á fundi ráðsins í dag, að gerð verði úttekt á hraðakstri og kappakstri í borgarlandinu og gerðar tillögur að úrbótum og frekari stefnumörkun borgarinnar um hraða umferðar innan borgarlandsins.
Er í tillögunni vísað til umferðaröryggisstefnu borgarinnar, m.a. með hliðsjón af slysum og slysablettum og reynslu af 30 kílómetra hverfum. Gert er ráð fyrir, að úttektin verði unnin í samráði við lögreglu, rannsóknarnefnd umferðarslysa og tryggingafélög, íbúa og aðra hagsmunaaðila, eftir atvikum.