Vill sækja um ESB-aðild

Birgir Ármannsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi.
Birgir Ármannsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi. mbl.is/Ómar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði af­drátt­ar­laust á Alþingi í dag að hún vildi að sótt verði um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en þó ekki á þeim for­send­um, sem sett­ar eru fram í þings­álykt­un­ar­til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

„Ég vil sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu," sagði Þor­gerður Katrín í umræðu um stjórn­ar­til­lög­una í dag.  „En ég vil ekki gera það á þess­um for­send­um því mér finnst það til vansa hvernig unnið hef­ur verið að þess­ari til­lögu."

Þor­gerður Katrín sagði m.a. að í stjórn­ar­til­lög­unni væri ekk­ert fjallað um það hvers vegna gott væri að fara þá leið við aðild­ar­um­sókn sem þar er lýst. „Við skul­um bara segja sög­una eins og hún er: Þetta var bara til að koma rík­is­stjórn­inni sam­an. Þetta var bara plagg upp á punt, ekki neitt póli­tískt inni­hald."

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði í umræðunum að svo virt­ist sem ríku­leg­ur þing­meiri­hluti væri fyr­ir að fara í viðræður. Ágrein­ing­ur­inn virðist því vera hvernig eigi að und­ir­búa slíka um­sókn og hvernig haga eigi því ferli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert