Von á víðtækari aðgerðum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi í kvöld að von sé inn­an skamms á viðamikl­um bandormi um ráðstaf­an­ir í rík­is­fjár­mál­um. Hins veg­ar sé sú tekju­öfl­un rík­is­sjóðs, sem þar verði lögð til, þess eðlis að hún hafi ekki verðlags­áhrif. 

Gert er ráð fyr­ir að í kvöld verði samþykkt frum­varp um hækk­un á op­in­ber­um gjöld­um á áfengi, tób­aki og eldsneyti.  Stein­grím­ur sagði, þegar hann mælti fyr­ir frum­varp­inu, að ný­leg end­ur­skoðun á fyrri spám um þróun rík­is­fjár­mála árin 2009 til 2013 hafi leitt í ljós, að sé ekki gripið til viðeig­andi ráðstaf­ana þegar á þessu ári verði halli rík­is­sjóðs á ár­inu 2009 meiri en áætlað var og meiri en viðun­andi geti tal­ist.

Því hafi verið talið nauðsyn­legt að grípa fyrr en ella til tekju­öfl­un­araðgerða, sam­hliða því að dregið verði frek­ar úr út­gjöld­um rík­is­sjóðs á ár­inu 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert