Von á víðtækari aðgerðum

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í kvöld að von sé innan skamms á viðamiklum bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Hins vegar sé sú tekjuöflun ríkissjóðs, sem þar verði lögð til, þess eðlis að hún hafi ekki verðlagsáhrif. 

Gert er ráð fyrir að í kvöld verði samþykkt frumvarp um hækkun á opinberum gjöldum á áfengi, tóbaki og eldsneyti.  Steingrímur sagði, þegar hann mælti fyrir frumvarpinu, að nýleg endurskoðun á fyrri spám um þróun ríkisfjármála árin 2009 til 2013 hafi leitt í ljós, að sé ekki gripið til viðeigandi ráðstafana þegar á þessu ári verði halli ríkissjóðs á árinu 2009 meiri en áætlað var og meiri en viðunandi geti talist.

Því hafi verið talið nauðsynlegt að grípa fyrr en ella til tekjuöflunaraðgerða, samhliða því að dregið verði frekar úr útgjöldum ríkissjóðs á árinu 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka