Áfengi hækkar um 6-11%

Áfengi hækkar í verslunum ÁTVR á næstunni.
Áfengi hækkar í verslunum ÁTVR á næstunni. mbl.is/Árni Sæberg

Áfengi hækk­ar um rúm­lega 6% til rúm­lega 11% eft­ir teg­und­um eft­ir að Alþingi samþykkti 15% hækk­un á áfeng­is­gjaldi í kvöld.  Áfeng­is­gjald er inn­heimt við inn­flutn­ing og er innifalið í inn­kaupsverði ÁTVR frá birgj­um.

 Í sam­ræmi við regl­ur verður birgj­um gef­inn kost­ur á að til­kynna nýtt verð til ÁTVR og mun verðhækk­un­in taka gildi að því loknu.

ÁTVR hef­ur sent frá sér töflu, sem sýn­ir áhrif hækk­un­ar áfeng­is­gjalds á verð til neyt­enda á nokkr­um völd­um vör­um. Aðeins er miðað við breyt­ing­ar á áfeng­is­gjaldi og gengið út frá að aðrir þætt­ir í inn­kaupsverðinu séu óbreytt­ir. 

ÁTVR sel­ur tób­ak í heild­sölu til söluaðila sem hafa tóbaks­sölu­leyfi. Nýtt verð mun taka gildi á morg­un í sam­ræmi við breyt­ing­ar á tób­aks­gjaldi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert