Almenna reglan að auglýsa störf

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að almenna reglan, varðandi störf hjá ríkinu og ríkisfyrirtækjum, að almenna reglan sé að störf verði auglýst og ráðið sé í þau  á faglegum grunni.

Steingrímur var að svara fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokks, sem vildi vita hver starfsmannastefna ríkisins væri varðandi störf hjá fyrirtækjum, sem eru í opinberri eigu.

Steingrímur sagði, að ríkið væri að móta sína eigendastefnu og hún verður skýrð og kynnt innan skamms.  Það væri einlægur ásetningur ríkisstjórnarinnar, að fylgt sé vönduðum vinnubrögðum, stöður séu auglýstar og ráðningar séu faglegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert