Bensínlítrinn í 181 krónu

Al­gengt verð á bens­ín­lítra í sjálfsaf­greiðslu er nú 181,30 krón­ur hjá Olís eft­ir 10 króna hækk­un á bens­íngjaldi, sem Alþingi samþykkti í gær­kvöldi. Þá hækkaði bens­ín­verð einnig um tæp­ar 4 krón­ur lítr­inn í gær af öðrum ástæðum.

Sjálfsaf­greiðslu­verð á dísi­lol­íu er nú 171,70 krón­ur hjá Olís en ol­íu­gjald hækkaði um 5 krón­ur og einnig hækkaði dísi­lolí­an minna en bens­ínið í gær.  

Öll olíu­fé­lög hafa ekki hækkað verð á eldsneyti. Þannig kost­ar bens­ín­lítr­inn enn rúm­ar 163 krón­ur á stöðvum Ork­unn­ar og Atlantsol­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert