Bensínlítrinn í 181 krónu

Algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu er nú 181,30 krónur hjá Olís eftir 10 króna hækkun á bensíngjaldi, sem Alþingi samþykkti í gærkvöldi. Þá hækkaði bensínverð einnig um tæpar 4 krónur lítrinn í gær af öðrum ástæðum.

Sjálfsafgreiðsluverð á dísilolíu er nú 171,70 krónur hjá Olís en olíugjald hækkaði um 5 krónur og einnig hækkaði dísilolían minna en bensínið í gær.  

Öll olíufélög hafa ekki hækkað verð á eldsneyti. Þannig kostar bensínlítrinn enn rúmar 163 krónur á stöðvum Orkunnar og Atlantsolíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka