Biskup bíður svara Gunnars

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson.
Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. mbl.is/Ómar

Biskup áætlar að taka ákvörðun um það síðar í dag hvort hann frestar enn endurkomu Gunnars Björnssonar, sóknarprests á Selfossi, til embættisverka þar. Gunnar á að mæta til starfa 1. júní. Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefur beðið um að Gunnar snúi ekki til starfa á meðan hún vinnur að málinu og hefur Gunnar andmælarétt þar til síðar í dag.

Biskup ætlar að ákveða framhaldið þegar hann hefur séð andmælin. Biskup bíður þar sem hann vill fara að stjórnsýslulögum, samkvæmt upplýsingum Biskupsstofu.

Gunnar Björnsson var í lok mars síðastliðnum sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðislega áreitni og hefur Morgunblaðið greint frá því að sóknarbörnin skiptist mjög í tvær fylkingar í afstöðu sinni til Gunnars. Foreldrar óskuðu eftir því að Gunnar sæi ekki um fermingar í ár og Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar hefur til að mynda, með hliðsjón af starfsreglum sambandsins og því sem fram hefur komið í dómsgögnum í máli séra Gunnars Björnssonar, að hann eigi ekki að taka til starfa að nýju við Selfosskirkju, eins og grein var frá í Morgunblaðinu 31. mars.

„Okkur þykir ljóst að sr. Gunnar Björnsson hafi brugðist trausti ungmenna og sóknarbarna sinna og sýnt alvarleg afglöp í starfi sínu og teljum að hann eigi ekki að snúa aftur til starfa. Sú ákvörðun grefur undan uppbyggingu æskulýðsstarfs á Selfossi og vegur að æskulýðsstarfi í kirkjunni allri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert