Dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda

Íslensk stjórn­völd vilja draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda um að minnsta kosti 15% til 2020, miðað við árið 1990. Rík­is­stjórn­in samþykkti til­lögu Svandís­ar Svavars­dótt­ur um­hverf­is­ráðherra þess efn­is á fundi í dag.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá um­hverf­is­ráðuneyt­inu, að þessi tölu­legu mark­mið verði til­kynnt á næsta samn­inga­fundi um lofts­lags­mál sem hefst í Bonn í næstu viku og verði það í fyrsta sinn sem ís­lensk stjórn­völd til­kynna á alþjóðavett­vangi að þau séu til­bú­in að taka á sig skuld­bind­ing­ar um að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Sam­kvæmt Kýótó-bók­un­inni fékk Ísland heim­ild til að auka los­un sína um 10% á tíma­bil­inu 2008-2012. Yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag fel­ur því í sér um 25 pró­senta sam­drátt í los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Nú standa yfir samn­ingaviðræður um nýj­ar skuld­bind­ing­ar ríkja heims þegar skuld­bind­andi ákvæði Kýótó-bók­un­ar­inn­ar renna út árið 2012. Von­ast er til að hægt verði að ganga frá sam­komu­lagi á lofts­lags­ráðstefnu í Kaup­manna­höfn í des­em­ber á þessu ári.

Nú þegar hafa mörg ríki til­kynnt um tölu­leg mark­mið um sam­drátt los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda fyr­ir 2020. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur t.d. sagst vera til­búið að draga úr los­un um 30% til 2020 og Nor­eg­ur, Sviss og Ástr­al­ía hafa gefið út svipaðar yf­ir­lýs­ing­ar. Nýtt mark­mið ís­lenskra stjórn­valda er sam­bæri­legt þeim yf­ir­lýs­ing­um.


Skóg­rækt og land­græðsla

Það er mat rík­is­stjórn­ar­inn­ar að hægt sé að ná um­ræddu mark­miði með því að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda og með bind­ingu kol­efn­is með skóg­rækt og land­græðslu. Það mat bygg­ir á niður­stöðum sér­fræðinga­nefnd­ar á veg­um um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins sem metið hef­ur mögu­leika Íslands til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda í hinum ýmsu geir­um.

Nefnd­in hef­ur kynnt stjórn­völd­um frumniður­stöður sín­ar, en mun kynna end­an­leg­ar niður­stöður fyrri hluta júní­mánaðar. Á grund­velli þeirra verður unn­in aðgerðaáætl­un í lofts­lags­mál­um, en þar verður skoðað hvort Ísland geti sett sér enn metnaðarfyllri mark­mið í minnk­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda en nú hef­ur verið gert.

Í yf­ir­stand­andi samn­ingaviðræðum hef­ur Ísland lagt fram til­lögu um að heim­ila end­ur­heimt vot­lend­is sem aðgerð til að binda gróður­húsaloft­teg­und­ir, í viðbót við skóg­rækt og land­græðslu. Verði þessi til­laga samþykkt gæti Ísland hugs­an­lega tekið á sig metnaðarfyllra mark­mið.

Íslenska ákvæðið á brott

Fyr­ir ligg­ur að los­un frá stóriðju á Íslandi mun falla und­ir regl­ur viðskipta­kerf­is ESB með los­un­ar­heim­ild­ir eft­ir 2012, sam­kvæmt EES-samn­ingn­um. Þá munu öll stóriðju­fyr­ir­tæki í Evr­ópu, þar á meðal á Íslandi, sitja við sama borð. Um­hverf­is­ráðuneytið seg­ir, að vegna þess sé lík­legt að ákvörðun 14/​CP.7, eða hið svo­kallaða ís­lenska ákvæði, falli brott þegar regl­ur ESB um los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá stóriðju taka gildi 1. janú­ar 2013. Þá verður ákvörðun um los­un­ar­heim­ild­ir til stóriðju ekki leng­ur í hönd­um ís­lenskra stjórn­valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert