Evrópuríki endurskoði hryðjuverkalög

Þátttakendur í ráðherrafundi Evrópuráðsins, sem lauk í Reykjavík í dag.
Þátttakendur í ráðherrafundi Evrópuráðsins, sem lauk í Reykjavík í dag. mbl.is/Eggert

Samþykkt var á ráðherra­fundi Evr­ópuráðsins í Reykja­vík í dag, að aðild­ar­ríki ráðsins skuli reglu­lega end­ur­skoða lög sín um bar­áttu gegn hryðju­verk­um og hvernig þeim er beitt. Þannig verði komið í veg fyr­ir að þeim sé mis­beitt í mál­efn­um sem eru alls óskyld hryðju­verk­um, svo sem til að hefta tján­ing­ar­frelsi eða halda upp­lýs­ing­um leynd­um.

Á fund­in­um var sér­stak­lega fjallað um fjöl­miðla og nýja miðla og hvernig þeir hefðu breyst með til­komu, leit­ar­véla, sam­skipta­vefja og net­veita. Einnig var fjallað um áhrif nýrra miðla á tján­ing­ar­frelsi og per­sónu­vernd.

Í loka­yf­ir­lýs­ingu fund­ar­ins segja ráðherr­arn­ir, að fram hafi komið áhyggj­ur af því, að hryðju­verka­lög í til­tekn­um lönd­um sem tak­marka tján­ing­ar­frelsi og upp­lýs­inga­streymi séu of víðtæk og inni­haldi ekki ákvæði sem komi í veg fyr­ir mis­notk­un þeirra. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert