Íslendingar strita mest allra þjóða

Íslend­ing­ar strita mest allra þjóða. Þetta er niðurstaða banda­ríska viðskipta­tíma­rits­ins For­bes, sem styðst meðal ann­ars við töl­ur, sem  Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, gaf út í vor um vinnu­tíma og at­vinnu­stig. Þær töl­ur eru raun­ar frá ár­inu 2007 og end­ur­spegla því ekki þá þróun sem orðið hef­ur á Íslandi síðustu mánuði.

For­bes seg­ir ljóst, að lönd á norður­hveli jarðar, þar á meðal Norður­lönd­in öll, séu al­mennt þau lönd þar sem íbú­arn­ir vinna mest. Í sól­inni við Miðjarðar­haf, þar sem íbú­ar taka sér hvíld yfir há­dag­inn, sé vinnu­dag­ur­inn hins veg­ar stutt­ur og ljúf­ur. 

Tíma­ritið miðar við at­vinnu­stig í þrem­ur ald­urs­hóp­um: 15-24 ára, 25-50 ára og 65 ára og eldri, og fjölda vinnu­stunda. List­inn, sem For­bes birt­ir end­ur­spegl­ar þau aðild­ar­ríki OECD, þar sem hlut­falls­lega flest­ir eru í vinnu og vinna lengsta vinnu­dag­inn.

For­bes tek­ur fram, að sams­kon­ar listi sem birt­ur verði eft­ir ár og byggi á töl­um OECD frá ár­inu 2008, kunni að verða mikið breytt­ur vegna fjár­málakrepp­unn­ar. Þannig hafi Ísland orðið svo illa úti, að það hafi lýst yfir þjóðar­gjaldþroti.

List­inn yfir vinnu­söm­ustu þjóðirn­ar sam­kvæmt For­bes er þessi:

  1. Ísland
  2. Nýja-Sjá­land
  3. Sviss
  4. Dan­mörk
  5. Kan­ada
  6. Svíþjóð
  7. Nor­eg­ur
  8. Banda­rík­in
  9. Bret­land
  10. Ástr­al­ía

Um­fjöll­un For­bes

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert