Íslendingar strita mest allra þjóða. Þetta er niðurstaða bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes, sem styðst meðal annars við tölur, sem Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, gaf út í vor um vinnutíma og atvinnustig. Þær tölur eru raunar frá árinu 2007 og endurspegla því ekki þá þróun sem orðið hefur á Íslandi síðustu mánuði.
Forbes segir ljóst, að lönd á norðurhveli jarðar, þar á meðal Norðurlöndin öll, séu almennt þau lönd þar sem íbúarnir vinna mest. Í sólinni við Miðjarðarhaf, þar sem íbúar taka sér hvíld yfir hádaginn, sé vinnudagurinn hins vegar stuttur og ljúfur.
Tímaritið miðar við atvinnustig í þremur aldurshópum: 15-24 ára, 25-50 ára og 65 ára og eldri, og fjölda vinnustunda. Listinn, sem Forbes birtir endurspeglar þau aðildarríki OECD, þar sem hlutfallslega flestir eru í vinnu og vinna lengsta vinnudaginn.
Forbes tekur fram, að samskonar listi sem birtur verði eftir ár og byggi á tölum OECD frá árinu 2008, kunni að verða mikið breyttur vegna fjármálakreppunnar. Þannig hafi Ísland orðið svo illa úti, að það hafi lýst yfir þjóðargjaldþroti.
Listinn yfir vinnusömustu þjóðirnar samkvæmt Forbes er þessi: