Jörð skalf við Grindavík

Grænu stjörnurnar sýna upptök skjálftanna.
Grænu stjörnurnar sýna upptök skjálftanna.

Snarp­ur jarðskjálfti varð í kvöld norðvest­ur af Grinda­vík og fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­kvæmt óyf­ir­förn­um töl­um á vef Veður­stof­unn­ar var skjálft­inn 3,9 stig á Richter og átti upp­tök sín ná­lægt Svartsengi.

Sam­kvæmt vef evr­ópsku jarðskjálfta­stofn­un­ar­inn­ar var skjálft­inn 4,7 stig. 

Fjöldi eft­ir­skjálfta hef­ur fylgt í kjöl­farið en þeir eru all­ir minni eða á bil­inu 1,5-2,2 stig.

Að sögn vakt­haf­andi lög­reglu­manns á Suður­nesj­um hafa eng­ar til­kynn­ing­ar borist um tjón eða meiðsli vegna skjálft­ans, þótt hann hafi senni­lega ekki farið fram hjá nein­um íbúa Grinda­vík­ur. Þar svignuðu rúður í hús­um og hurðar fóru á hreyf­ingu en Suður­nesja­bú­ar virðast upp til hópa hafa tekið skjálft­an­um af stakri ró að sögn lög­regl­unn­ar.

Í dag er ár liðið frá Suður­lands­skjálftun­um sem ollu miklu tjóni í Hvera­gerði, Ölfusi og Árborg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert