Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla og lýsa furðu sinni á því að ríkisstjórnin skuli leggja aukna skatta á atvinnulífið á sama tíma og fyrirtækin berjast fyrir tilveru sinni vegna síhækkandi aðfanga og mikillar hækkunar lána.
„Ljóst er að hækkanir á vöru og þjónustu mun draga úr eftirspurn og er því hætt við að ríkissjóður fái lítið fyrir sinn snúð og eina breytingin verði sú að hækkun vísitölunnar stórhækki verðtryggð lán fólks og fyrirtækja auk þess hækkun rekstrarkostnaður mun gera fyrirtækjunum enn erfiðara fyrir," segir í ályktun samtakanna.
Þau benda á, að við blasi sú leið að hækka tekjur þjóðarbúsins með því að fjölga ferðamönnum. Erlendir sérfræðingar hafi bent á að nú sé lag fyrir Ísland fara í alþjóðlega markaðsherferð og nota þá miklu athygli sem Ísland vekur sem stendur um allan heim.
„Sú stund líður fljótt hjá. Fjölgun erlendra ferðamanna er besta leiðin til að örva neyslu hér á landi sem hefur mikil margföldunaráhrif," segir í ályktuninni.