Nú stendur yfir fjölmennur fundur forystumanna allra heildarsamtaka launþega og atvinnurekenda auk fulltrúa ríkis og sveitarfélaga í húsnæði Ríkissáttasemjara um endurskoðun og gerð kjarasamninga.
Verður látið á það reyna í dag hvort heildarsamkomulag næst um launalið samninga sem verði grunnur að stöðugeikasátt á milli samtakanna bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera og ríkisstjórnarinnar. Forystumenn á vinnumarkaði hafa lýst því yfir að dagurinn í dag geti skipt sköpum í þeim viðræðum sem staðið hafa yfir.