Samfylkingin aflaði 67 milljóna styrkja

Samfylkingin hefur aflað upplýsinga um fjáröflun einstakra aðildarfélaga hennar, kjördæmis- og sveitarstjórnarráða árið 2006. Samtals öfluðu þessi félög og ráð styrkja að fjárhæð 67,3 milljónir króna en þar af námu styrkir einstaklinga rúmum 4,9 milljónum króna.

Styrkir 185 lögaðila námu samtals 62,4 milljónum króna, þar af styrktu 18 lögaðilar flokkinn um hærri fjárhæð en 500 þúsund krónur. Námu styrkir þeirra 37,2 milljónum króna.

Samfylkingin hefur áður birt lista yfir þessa 18 lögaðila. Hæstu styrkirnir, 5 milljónir króna, komu frá Kaupþingi, Dagsbrún og FL Group og Landsbankinn veitti flokknum 4 milljóna króna styrk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka