Skjálftinn mældist 4,7 stig

Fjöldi skjálfa hefur orðið við Svartsengi eftir stóra skjálftann.
Fjöldi skjálfa hefur orðið við Svartsengi eftir stóra skjálftann.

Jarðskjálft­inn, sem átti upp­tök sín um 8 km norðaust­ur af Grinda­vík, var 4,7 stig á Richter sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni. Fyrri töl­ur um 3,9 á Richter voru van­mat að sögn Gunn­ars Guðmunds­son­ar, jarðskjálfta­fræðings hjá Veður­stof­unni.

Jarðskjálft­inn fannst viða um suðvest­an­vert landið, vest­ur und­ir Búðar­dal
og aust­ur að Hvols­velli. Upp­tök jarðskjálft­ans eru á fleka­skil­un­um á Reykja­nesskaga  sem er þekkt jarðskjálfta­svæði.

Skjálft­inn varð klukk­an 21:33 en að sögn Gunn­ars voru for­skjálft­ar byrjaðir fyrr í dag og hafði því verið titr­ing­ur í jörðu fyr­ir stóru skjálft­ana.

Fjöldi minni skjálfta hef­ur síðan fylgt í kjöl­farið, hinir fyrstu mæld­ust í kring­um 3 á Richter en þeir hafa smám sam­an smækkað þótt íbú­ar Grinda­vík­ur muni hugs­an­lega finna fyr­ir skjálft­um næstu klukku­stund­irn­ar. 

„Það er alls ekki ólík­legt að þetta haldi áfram að hrist­ast eitt­hvað fram eft­ir nóttu,“ seg­ir Gunn­ar en jarðskjálfta­hrin­ur eru al­geng­ar á Suður­nesj­um þótt nokkuð sé liðið síðan svo stór skjálfti mæld­ist. 

Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um hafa eng­ar til­kynn­ing­ar borist um tjón eða meiðsli vegna skjálft­ans, þótt hann hafi senni­lega ekki farið fram hjá nein­um íbúa Grinda­vík­ur. Þar svignuðu rúður í hús­um og hurðar fóru á hreyf­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka