Þétt umferð hefur verið úr bænum í dag og samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar virðist straumurinn helst liggja í austur.
„Umferðin fór stigvaxandi eftir hádegi,“ sagði Árni Friðleifsson lögreglumaður á umferðardeildinni, „hún hefur verið þétt en virðist aðeins vera að róast núna undir kvöldið.“
Árni sagði að tilfinning manna hefði í dag verið að straumurinn væri aðeins meiri í austurátt. „Já, þetta hefur verið nokkuð þétt í austur en í meðallagi þétt norðurleiðina.“
Umferðin hefur verið alveg óhappalaus og gengið vel fyrir sig. Vel verður fylgst með um helgina og umferðareftirlit verður í kringum höfuðborgina um helgina og á mánudaginn. „Við erum svona í gírnum að fylgjast með þessu,“ sagði Árni.