Þétt umferð úr bænum

Straumurinn liggur í austur.
Straumurinn liggur í austur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þétt um­ferð hef­ur verið úr bæn­um í dag og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá um­ferðardeild lög­regl­unn­ar virðist straum­ur­inn helst liggja í aust­ur.

„Um­ferðin fór stig­vax­andi eft­ir há­degi,“ sagði Árni Friðleifs­son lög­reglumaður á um­ferðardeild­inni, „hún hef­ur verið þétt en virðist aðeins vera að ró­ast núna und­ir kvöldið.“

Árni sagði að til­finn­ing manna hefði í dag verið að straum­ur­inn væri aðeins meiri í austurátt. „Já, þetta hef­ur verið nokkuð þétt í aust­ur en í meðallagi þétt norður­leiðina.“

Um­ferðin hef­ur verið al­veg óhappa­laus og gengið vel fyr­ir sig. Vel verður fylgst með um helg­ina og um­ferðareft­ir­lit verður í kring­um höfuðborg­ina um helg­ina og á mánu­dag­inn. „Við erum svona í gírn­um að fylgj­ast með þessu,“ sagði Árni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert