Enn skelfur jörðin

Fjöldi skjálfta hefur orðið norðaustur af Grindavík frá því í …
Fjöldi skjálfta hefur orðið norðaustur af Grindavík frá því í gær.

Harður jarðskjálfti varð klukk­an 13:35 og fannst vel á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­kvæmt vef Veður­stofu Íslands var stærsti skjálft­inn 4,5 stig á Richter og voru upp­tök hans í Fagra­dals­fjalli um  5 km aust­an við jarðskjálfta, sem varð í gær­kvöldi og mæld­ist 4,7 stig.

Á vef Veður­stofu Íslands kem­ur fram að skjálfti, sem mæld­ist 3,1 stig á Richter hafi orðið klukk­an 13:34 en rúmri mín­útu síðar hafi orðið skjálfti sem var 4,5 stig. Í kjöl­farið hafa fylgt minni skjálft­ar. 

Upp­tök skjálft­anna voru við Krýsu­vík, Straums­vík og Grinda­vík. Á höfuðborg­ar­svæðinu kom stærsti skjálft­inn fram eins og eitt stutt högg.

Alls hafa 438 skjálft­ar mælst á Reykja­nesi síðustu tvo sól­ar­hring­ana. Þar af eru 9 skjálft­ar 3 stig eða meira en flest­ir, eða 287, eru á bil­inu 1-2 stig. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert