Hagfræðingarnir Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson voru metnir hæfastir umsækjenda um embætti seðlabankastjóra af nefnd, sem skipuð var til að leggja mat á umsækjendurna að sögn Stöðvar 2.
Báðir hafa þeir Már og Arnór starfað sem aðalhagfræðingar Seðlabankans. Már starfar nú hjá Alþjóðagreiðslumiðlunarbankanum í Sviss en Arnór er settur aðstoðarseðlabankastjóri.
Arnór, Tryggvi Pálsson og Yngvi Örn Kristinsson voru metnir hæfastir umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra, að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2.