Mikil skjálftavirkni áfram

Mikill fjöldi skjálfta hefur orðið í nágrenni við Grindavík í …
Mikill fjöldi skjálfta hefur orðið í nágrenni við Grindavík í gærkvöldi og nótt.

Nán­ast stöðugir jarðskjáft­ar hafa verið í nótt á svæðinu norðaust­an við Grinda­vík þar sem jarðskjálfti, sem mæld­ist 4,9 stig á Richter, varð klukk­an 21:33 í gær­kvöldi. Skjálft­arn­ir í nótt hafa hins veg­ar verið litl­ir, flest­ir á bil­inu 1-1,8 stig. Einn skjálfti klukk­an rúm­lega tvö var þó 3,9 stig og kom hann fram á mæl­um evr­ópsku jarðskjálfta­stofn­un­ar­inn­ar.

Að sögn Gunn­ars Guðmunds­son­ar, jarðfræðings á Veður­stof­unni, eru skjálfta­hrin­ur sem þess­ar al­geng­ar á Suður­nesj­um þótt nokkuð sé liðið síðan svo stór skjálfti mæld­ist þar.

Ekki er vitað til að neitt tjón hafi orðið af völd­um skjálft­ans í gær­kvöldi, sem reið yfir réttu ári  eft­ir Suður­lands­skjálft­ann, sem olli miklu tjóni þann 29. maí í fyrra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert