Skjálftinn sem varð um klukkan hálf tvö í dag var ekkert miðað við skjálftann í gær, fyrir starfsfólki og gestum Bláa lónsins. Ester Gísladóttir vaktstjóri í Bláa lóninu tjáði mbl.is rétt í þessu að fæstir hefðu kippt sér upp við skjálftann, sem var um 4,3 stig á Richter.
Hún segir að skjálftinn hafi verið mjög stuttur og snöggur og lýsir honum nánast eins og einu höggi. Flestir hafi fundið greinilega fyrir honum en ekki svo að innanstokksmunir hafi farið að hristast til.