Minni en skjálftinn í gær

Fjöldi skjálfta hefur orðið norðaustur af Grindavík frá því í …
Fjöldi skjálfta hefur orðið norðaustur af Grindavík frá því í gær.

Skjálft­inn sem varð um klukk­an hálf tvö í dag var ekk­ert miðað við skjálft­ann í gær, fyr­ir starfs­fólki og gest­um Bláa lóns­ins. Ester Gísla­dótt­ir vakt­stjóri í Bláa lón­inu tjáði mbl.is rétt í þessu að fæst­ir hefðu kippt sér upp við skjálft­ann, sem var um 4,3 stig á Richter.

Hún seg­ir að skjálft­inn hafi verið mjög stutt­ur og snögg­ur og lýs­ir hon­um nán­ast eins og einu höggi. Flest­ir hafi fundið greini­lega fyr­ir hon­um en ekki svo að inn­an­stokks­mun­ir hafi farið að hrist­ast til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert